Tannhjálp - Neyðarvakt

Tannhjálp er neyðarvakt tannlækna sem stofnuð var til að gera fólki í landinu kleift að sækja neyðarþjónustu á tannlæknavakt án þess að neyðast til að borga háar fjárhæðir fyrir það eitt að mæta.

Tannhjálp er eina tannlæknavaktin á landinu sem innheimtir ekki komugjald fyrir hverja heimsókn og má því segja að hún sé jafnframt ódýrasta tannlæknavakt á landinu.


Styrkur Tannhjálpar liggur í því að við erum alltaf á sama stað, ólíkt öðrum tannlæknavöktum á höfuðborgarsvæðinu, og er því auðvelt að leita til okkar. Tannhjálp er í samvinnu við tannlæknastofuna Tannsetrið og er því auðvelt að fá áframhaldandi meðferð á hefðbendnum tíma hjá Tannsetrinu, og tökum við vel á móti öllum þeim sem þurfa frekari meðferð.


Tannlæknar sem starfa á tannlæknavaktinni hafa mikla reynslu af meðhöndlun bráðatilvika, eftir áralanga vinnu á bakvakt tannlækna.

Við erum til staðar fyrir þig ef þú ert í vanda og brennum fyrir það að aðstoða fólk í neyð.

Share by: